11. apríl 2022
11. apríl 2022
Auglýsing framboðslista
Landskjörstjórn vekur athygli á að þegar niðurstaða yfirkjörstjórnar sveitarfélags liggur fyrir um gildi framboða við sveitarstjórnarkosningar skal hún auglýsa framboðslistana á vef sveitarfélagsins og á vef landskjörstjórnar, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 330/2022 um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar.
Í auglýsingu sveitarfélagsins skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar.
Heiti stjórnmálasamtaka sem bjóða fram listann og listabókstafur þeirra.
Nöfn frambjóðenda hvers lista í réttri röð.
Kennitala frambjóðenda.
Lögheimili frambjóðenda í þágufalli án tilgreiningar á póstnúmeri.
Staða eða starfsheiti frambjóðenda.
Landskjörstjórn mælist til þess að yfirkjörstjórnir sendi landskjörstjórn póst á hlekk á auglýsingu sveitarfélagsins um framboð eins og hún birtist á vef sveitarfélagsins.