Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. janúar 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átta teknir fyrir ölvunarakstur

Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimm þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Mosfellsbæ. Sex voru teknir á laugardag, einn á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru sjö karlar á aldrinum 23-70 ára og ein kona, 17 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptir ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi.