Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. mars 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átta líkamsárásir um helgina

Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Sú alvarlegasta átti sér stað í heimahúsi í austurborginni á laugardagsmorgun en þar var maður stunginn og/eða skorinn í hálsinn. Árásarþolinn, karl á fimmtugsaldri, var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en árásarmaðurinn, piltur um tvítugt, var handtekinn skömmu síðar, annars staðar í borginni. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til.