Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. febrúar 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átta líkamsárásir um helgina

Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Sjö þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags. Brotavettvangur var ýmist á eða við skemmtistaði en líkamsárásirnar voru allar minniháttar. Í einu tilviki var um að ræða líkamsárás í samkvæmi í heimahúsi í miðborginni en þar fékk ónefndur gestur á kjaftinn eftir að hafa verið til mikilla leiðinda að sögn sjónarvotta.