Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. apríl 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átján umferðaróhöpp

Átján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þau voru flest minniháttar en í einu tilviki var flutningur á slysadeild. Það var eftir óhapp í miðborginni en eftir hádegi var ekið þar á hjólreiðamann á fimmtugsaldri. Meiðsli hans eru þó ekki talin mjög alvarleg. Í tveimur tilfellum var um afstungu að ræða.

Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur en almennt gekk umferðin vel fyrir sig á síðasta sólarhring og lítið bar á hraðakstri.