Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. maí 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átján teknir fyrir ölvunarakstur

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um hvítasunnuhelgina. Fjórtán voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Mosfellsbæ og einn í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudag, níu á laugardag, fimm á sunnudag og þrír á mánudag. Þetta voru þrettán karlar á aldrinum 18-56 ára og fimm konur, 16-43 ára. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og tveir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi en annar þeirra, 16 ára stúlka, sagðist aðspurð um ökuferðina bara hafa verið að skreppa út í sjoppu. Í einu tilviki var um umferðaróhapp að ræða, sjá meðfylgjandi mynd, en ökumaður og farþegi hlupu af vettvangi. Þeir náðust skömmu síðar og voru færðir í fangageymslu.