Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. febrúar 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átján teknir fyrir ölvunarakstur

Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Þetta voru fjórtán karlmenn og fjórar konur. Yngsta konan er 17 ára, ein er á þrítugsaldri og tvær á fertugsaldri. Helmingur karlanna er um tvítugt. Þá stöðvaði lögreglan sjö aðra ökumenn sem voru þegar sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi.

Fimmtíu og tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt um helgina en þrjú þeirra má rekja til ölvunaraksturs. Skráningarnúmer voru tekin af átta ökutækjum sem öll voru ótryggð.