Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. desember 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Athugasemd vegna umfjöllunar DV

Vegna umfjöllunar DV í gær um að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki brugðist við peningaþvættistilkynningu árið 2006 með lögreglurannsókn gagnvart nafngreindum manni hefur embættið kannað málið. Niðurstaðan er sú að embættinu barst ekki tilkynning á grundvelli laga um peningaþvætti eða upplýsingar í formi kæru um þau atvik sem eru tilefni fréttar blaðsins.