9. febrúar 2009
9. febrúar 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Athugaemdir Landssambands lögreglumanna við fréttaflutning RÚV
Fréttastofa RÚV flutti föstudaginn 6. þ.m. frétt þess efnis að ríkislögreglustjóri hafi ætlað að flytja til landsins brynvarðar óeirðabifreiðar þegar mótmælin stóðu sem hæst í Reykjavík og að talsverður áherslumunur hafi verið á afstöðu embættisins og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um hvernig taka ætti á mótmælendum og hafi ríkislögreglustjóri viljað ganga miklu harðar fram. Ríkislögreglustjóri sendi sama dag út fréttatilkynningu til þess að leiðrétta rangfærslur sem fram komu í umfjöllun RÚV sem finna má á lögregluvefnum.
Nú hefur Landssamband lögreglumanna af sama tilefni sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla.
Yfirlýsinguna má nálgast hér.