Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. desember 2003

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átak lögreglu gegn ölvunarakstri

Um helgina voru það 12 ökumenn sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði grunaða um ölvun við akstur en mikið var stöðvað af ökutækjum og margar tilkynningar bárust lögreglu frá borgurum þar sem fram kom að ökumaður væri hugsanlega undir áhrifum. Umfang aðgerða lögreglu á næstu dögum og vikum mun byggjast á því hversu vel tekst að koma þeim skilaboðum á framfæri að aka ekki undir áhrifum.