Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. mars 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Átak gegn ölvunarakstri á höfuðborgarsvæðinu

Hafið er sérstakt átak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ölvunarakstri í umdæminu en það mun standa yfir í tæpar fjórar vikur. Skipulegu eftirliti verður haldið úti á ýmsum tímum sólarhrings og á mismunandi stöðum. Markmið átaksins er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. Minnt er á viðvörunarorðin Eftir einn ei aki neinn en þau eiga alltaf við. Átakið nær að sjálfsögðu einnig til aksturs undir áhrifum fíkniefna en afleiðingar þess geta sömuleiðis verið skelfilegar. Vegna þessa mega ökumenn búast við því að verða stöðvaðir víðsvegar í umdæminu.

Átakið nú, sem er unnið í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra, kemur til viðbótar því öfluga umferðareftirliti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur jafnan úti. Hvergi verður slakað á í þeim efnum.