19. júlí 2005
19. júlí 2005
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ársskýrsla ríkislögreglustjóra fyrir árið 2004
Ársskýrsla ríkislögreglustjóra fyrir árið 2004 er komin út. Gefur hún allgóða mynd af rekstri embættisins á síðasta ári.
Meðal þess sem fjallað er um eru ýmsar fræðilegar rannsóknir, aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi og undirbúningur að innleiðingu verkefnamiðaðrar löggæslu, sem m.a. miðar að því að fækka afbrotum. Þá má nefna málefni útlendinga og aukna fræðslu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra í Lögregluskólanum þar að lútandi, stækkun og breytingu á fyrirkomulagi sérsveitar ríkislögreglustjóra, og störf efnahagsbrotadeildarinnar sem hafa verið fjölbreytt.
Skýrsluna má nálgast á rafrænu formi hér.