Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. ágúst 2004

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ársskýrsla ríkislögreglustjóra fyrir árið 2003 er komin út

Ársskýrslan gefur allgóða mynd af rekstri og margbreytilegum viðfangsefnum embættisins á síðasta ári. Nefna má fjölbreytileg viðfangsefni alþjóðadeildar, breytingar sem urðu við niðurlagningu Almannavarna ríkisins á fyrri hluta árs 2003 og stofnun almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, upplýsingar um fjölda starfandi lögreglumanna, skipt eftir kyni og stöðuheitum, hátíðarhöld lögreglunnar í tilefni 200 ára afmælis hinnar einkennisklæddu lögreglu og innra eftirliti ríkislögreglustjóra. Ennfremur er gefin áhugaverð sýn á fjölbreytileika þeirra mála sem voru til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild. Frá árinu 1998 til ársins 2003 hefur ríkislögreglustjóri ákært í 224 sakamálum vegna skatta- og efnahagsbrota. Í málum þar sem dómur hefur fallið var sakfellt í 95% tilvika. Um mjög ólík mál er að ræða sem hafa oft fordæmisgildi og varðar meðferð þeirra og niðurstaða ríka almannahagsmuni.

Smellið á myndina til að nálgast ársskýrsluna >>