Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. ágúst 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2016

Verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru með hefðbundnu sniði árið 2016. Þau voru vitaskuld fjölbreytt og krefjandi, enda er lögreglan ávallt á vaktinni. Árið var annars gott að mörgu leyti, en brotum fækkaði í umdæminu. Gildir það bæði um hegningarlagabrot og sérrefsilagabrot, en hér er árið á undan til samanburðar. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir voru samt mörg alvarleg mál til rannsóknar, en rúmlega 1.100 líkamsárásir voru tilkynntar til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2016. Flestar töldust minni háttar, en meiri háttar líkamsárásir (218. gr. alm. hegningarlaga) voru um 160. Ekkert manndrápsmál var til rannsóknar hjá embættinu árið 2016, en það sætir gjarnan tíðindum.