Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. ágúst 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2015

Margvísleg verkefni komu á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Mörg þeirra voru eftirminnileg og vöktu mikla athygli. Hefðbundin verkefni voru enn fremur fjölmörg, en skráð hegningarlagabrot í umdæminu voru rúmlega 9.000. Að jafnaði voru það um 25 hegningarlagabrot alla daga ársins, en þá er átt við líkamsárásir, innbrot, þjófnaði, eignaspjöll, nytjastuldi og kynferðisbrot, svo eitthvað sé nefnt. Fjöldi tilkynntra brota getur sveiflast frá einu ári til annars og svo var einnig þetta árið. Það á m.a. við um kynferðisbrot, en fleiri nauðgunarmál voru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en árið á undan. Þegar kemur að sérrefsilagabrotum vegur þungt að fíkniefnabrotum fækkaði verulega árið 2015.