21. mars 2009
21. mars 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Ársskýrsla fulltrúa ríkislögreglustjóra hjá EUROPOL fyrir árið 2008
Embætti ríkislögreglustjóra hefur frá upphafi árs 2007 haft fulltrúa hjá Europol í Haag. Fulltrúinn hefur unnið að lögreglusamvinnu á milli landa er varða m.a. skipulagða glæpastarfsemi og komið að málum eins og skútumálinu á Fáskrúðsfirði, amfetamínverksmiðjumálinu í Hafnarfirði, auk annarra mála. Þá hefur hann annast milligöngu um námskeið sem Europol hefur haldið fyrir lögreglumenn.
Meginmarkmið fulltrúans á árinu 2008 var að tengja brotastarfsemi á Íslandi betur við upplýsingakerfi á vettvangi Evrópusamstarfsins með því að skrá þær inn í gagnagrunna Europol og greina í ljósi fyrirliggjandi alþjóðlegra upplýsinga þar. Fulltrúinn vann að 27 málum á síðasta ári er snúa að tengslum Íslands við skipulagða brotastarfsemi eins og hún er skilgreind af ESB.
Almenn útgáfa skýrslunnar má nálgast hér.