18. september 2023
18. september 2023
Ársfundur SAk er á morgun
Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri fyrir starfsárið 2022 fer fram á morgun, 19. september kl. 14, í fundarherberginu Kjarna og í streymi. Upptaka af fundinum verður aðgengileg að honum loknum.
Ársfundurinn er með hefðbundnu sniði en auk ávarpa heilbrigðisráðherra og forstjóra SAk verður m.a. kynning á lyfjaþjónustu SAk í höndum Jónu Valdísar Ólafsdóttur, deildarstjóra lyfjaþjónustu.
Þá hefur skapast hefð fyrir því að heiðra starfsfólk á ársfundinum og hvatningarverðlaun verða afhent.
Fundarstjóri er Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu.
Streymi: us02web.zoom.us/j/85383571534
DAGSKRÁ
Opnun – ný myndbönd frá starfsmannaþjónustu: Komdu í lið með okkur!
Ávarp heilbrigðisráðherra – Willum Þór Þórsson
Ávarp forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri – Hildigunnur Svavarsdóttir
Ársreikningur Sjúkrahússins á Akureyri - Karen Sif Jónsdóttir, skrifstofa fjármála
Lyfjaþjónusta á SAk – uppbygging og framtíðarsýn – Jóna Valdís Ólafsdóttir, deildarstjóri lyfjaþjónustu
Hvatningarverðlaun
Hollvinir SAk – Jóhannes Bjarnason, formaður Hollvina Sjúkrahússins á Akureyri
Starfsfólk heiðrað – Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs
Fundarlok
Léttar veitingar að fundi loknum.
FB-viðburður hér: https://fb.me/e/u4O1q8gtW
Öll velkomin!