Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. desember 2025

Ársfundur Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar

Föstudaginn 28. nóvember síðastliðinn var ársfundur Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar.

Að þessu sinni fór fundurinn fram um borð í varðskipinu Freyju sem lá við bryggju í Akureyrarhöfn. Fundurinn hófst með kynningu á nýju eftirlitskerfi Fiskistofu sem er í þróun, áður en formleg dagskrá tók við.

Samstarf og sameiginlega markmið

Að jafnaði funda stofnanirnar fjórum sinnum á ári og eru ávallt fjölmörg málefni á dagskrá. Fundarmenn voru sammála um að samstarf stofnananna hefði gengið vel á árinu og lýstu vilja til að efla það enn frekar. Áhersla var lögð á skilvirkt og samhæft eftirlit með sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til að tryggja sjálfbæra nýtingu.

Fiskistofa þakkar Landhelgisgæslu Íslands fyrir gott samstarf og áhöfn Freyju fyrir höfðinglega móttöku.