29. júní 2015
29. júní 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Árleg samantekt um stöðu jafnréttismála lögreglunnar fyrir árið 2014
Árleg samantekt um stöðu jafnréttismála lögreglunnar, fyrir árið 2014, er nú komin út. Í henni er m.a. að finna yfirlit um kynjabókhald lögreglunnar miðað við stöðuna 1.febrúar 2014 og upplýsingar úr aðgerðar- og framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur lítil breyting orðið á milli ára á hlutfalli kvenna sem eru lögreglumenn. Þá eru fleiri konur en karlar, bæði meðal lögreglumanna og borgaralegra starfsmanna sem vinna hlutastarf. Á árinu 2014 bárust fagráði lögreglunnar fjórar tilkynningar. Tvö mál voru afgreidd en tvö voru enn í vinnslu í lok árs 2014.
Samantektina má finna hér