16. apríl 2013
16. apríl 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Árekstur – vitni óskast
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á bifreiðastæði við Suðurhóla 35e í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 14. apríl. Þar var ekið á kyrrstæðan Renault Megane, en sá sem það gerði lét sig hverfa af vettvangi.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um áreksturinn og/eða tjónvaldinn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Tjónvaldurinn er jafnframt hvattur til að gefa sig fram.
Eins og sjá má er bíllinn mikið skemmdur.