Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. september 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Árekstur á Reykjanesbraut

Karl á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir árekstur á Reykjanesbraut í Kópavogi í gær. Þar var fólksbíl ekið aftan á vinnuvél. Óttast var að ökumaðurinn hefði nefbrotnað en hann sagðist hafa verið annars hugar í aðdraganda slyssins og verið að fikta við Ipod-inn sinn. Bíllinn er talsvert skemmdur en lítið sást á vinnuvélinni.