Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. desember 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Árekstrar og bílveltur

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í morgun varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Efstahrauns og Víkurbrautar. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði í steingarði í vegkanti og sprungu líknarbelgirnir út við áreksturinn.

Tvær bílveltur urðu í vikunni, önnur á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hin milli Rósaselstorg og flugstöðvarinnar.

Ekki urðu alvarleg meiðsl á ökumönnum né farþegum í ofangreindum tilvikum.