Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. júlí 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Árásargjarn köttur

Sjaldgæft er að fólk verði fyrir árás katta, en slíkt mál var tilkynnt til lögreglunnar á dögunum. Karl á fimmtugsaldri hringdi þá og greindi frá því að á hann hefði ráðist köttur í vesturborginni. Lögreglan var fljót á staðinn og hitti manninn að máli. Hann reyndist óslasaður eftir viðskipti sín við köttinn, en sá síðarnefndi fannst ekki þrátt fyrir nokkra leit. Maðurinn hugðist ekki aðhafast neitt frekar í málinu, en taldi mikilvægt að tilkynna það, ekki síst ef kötturinn ætti aftur eftir að koma við sögu hjá lögreglu.