Fara beint í efnið

11. nóvember 2024

Árangursmælingar á Álftaversafrétti

Eitt af verkefnum Lands og skógar er að meta árangur uppgræðsluaðgerða hjá þeim sem eru aðilar að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu og þurfa að vinna eftir landbótaáætlun. Land og skógur sinnir landnýtingarþættinum í gæðastýrðri sauðfjárrækt. Í haust voru gerðar fyrstu mælingarnar samkvæmt nýjum verkferli sem gefur meiri nákvæmni og fleiri upplýsingar um framgang uppgræðslunnar. Meðfylgjandi myndir sýna árangur á Álftaversafrétti frá árinu 2017.

Mynd 1. Páll Eggertsson á Mýrum í Álftaveri og Garðar Þorfinnsson landgræðslufulltrúi í einum mælireitnum. Ljósmynd: Garðar Þorfinnsson

Farið er á uppgræðslusvæðin á fimm ára fresti. Lagðir eru út að minnsta kosti fjórir 10x10 metra stórir reitir og átta minni reitir (50x50 cm) innan hvers stórreits. Innan minni reitanna eru gerðar eftirtaldar mælingar á meðal annars þekju háplantna, mosa og skánar, auk ógróins lands.

Við upphafsmælingu á reit er tekið GPS-hnit og settur niður hæll í miðju reitsins. Við endurmælingar er farið í sama hnit en þannig er reynt að tryggja að sömu svæði séu mæld á fimm ára fresti. Með þessum endurteknu mælingum er hægt að fylgjast með breytingum á svæðinu, bæði af ljósmyndum og tölulegum gögnum. Á mynd tvö má sjá breytingu á gróðurþekju í reit þrjú miðað við þrjár mælingar. Reiturinn fer úr því að vera ógróinn yfir í að vera algróinn.

Breytingar á gróðurþekju í prósentum eftir árum A

Veturinn 2023-2024 voru gerðar endurbætur á verkferlinum við árangursmatið. Gerðar voru breytingar sem leiða til nákvæmari mælinga sem gefa okkur fleiri upplýsingar um framgang uppgræðslunnar. Haustið 2024 var notast við þennan nýja verkferil i fyrsta skiptið. Breytingarnar voru gerðar með það í huga að auðveldara væri að bera saman upplýsingar frá ári til árs.

Eitt af því sem hefur bæst við verkferilinn er aðilar að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu fá niðurstöður árangursmats sendar þegar komnar eru niðurstöður fyrir að minnsta kosti tvær úttektir. Frekari vinna við það fer fram í vetur. Samanburður niðurstaðna tveggja úttekta kæmi þá fram í formi stöplarita og ljósmynda.

Í ár var farið á þrjá staði sunnanlands og einn í Skagafirði. Vegna tíðafars var því miður ekki hægt að komast á áætluð svæði á Norðausturlandi og Austurlandi. Á myndum 3-8 má sjá myndir sem teknar hafa verið af reitum á Álftaversafrétti.

Mynd 1, er af Páli Eggertssyni á Mýrum í Álftaveri og Garðari Þorfinnssyni, héraðsfulltrúa hjá Landi og skógi, við einn reitinn.

Hér að neðan eru samanburðarmyndir frá þremur mælireitum, annars vegar frá árinu 2017 og hins vegar frá 2024. Myndirnar eru frá Garðari Þorfinnssyni og þau Berglind Ýr Ingvarsdóttir lögðu drög að þessari frétt.

Reitur 2 árið 2017

Reitur 2 2017.

Reitur 2, 2024

Reitur 2 2024

Reitur 3 árið 2017

Reitur 3 2017

Reitur 3 árið 2024

Reitur 3 2024

Reitur 4 árið 2017

Reitur 4 2017

Reitur 4 árið 2024

Reitur 4 2024