Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. febrúar 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Árangur lögreglunnar í Keflavík af markmiðssetningu ársins 2004

Stefnumörkun og markmiðssetning var í fyrsta sinn gefin út fyrir lögregluna í Keflavík árið 2004 og nú er unnið að nýrri stefnumörkun og markmiðssetningu fyrir árið 2005.

Lögreglan setti sér ákveðin mælanleg markmið fyrir árið 2004 í fjórum málaflokkum með hliðsjón af samsvarandi málafjölda árið 2003 og það sést í meðfylgjandi töflu hvernig til tókst að ná þeim:

Málaflokkur:

Fjöldi 2003

Markmið 2004

Fjöldi 2004

Breyting milli ára +/-:

Umferðaróhöpp/líkamstjón

75

-5%

69

-8%

Þjófnaður

322

-8%

254

-21%

Eignaspjöll

229

-8%

209

-8,80%

Afskipti v/fíkniefna *

56

+100%

100

+79%

*) Hvað markmið í fíkniefnmálum varðar þá tókst ekki að auka afskipti lögreglu im 100% eins og að var stefnt en hins vegar komu mun fleiri mál til meðferðar og mun meira magn fíkniefna var haldlagt en áður hefur þekkst hér í umdæminu. Árangur í fíkniefnamálum varð því mikill á liðnu ári og í raun meiri en markmiðið gerði ráð fyrir eins og það var orðað.

Eins og fram kemur í töflunni náðist betri árangur en að var stefnt í öllum málaflokkunum sem er mjög ánægjulegt.

Stefnumörkun og markmiðssetning fyrir árið 2005 verður tilbúin til birtingar síðar í þessum mánuði.