Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. desember 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu

Áramótabrennur eru fyrirhugaðar á sautján stöðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu á gamlársdag, en kveikt verður í þeim flestum kl. 20.30 í kvöld. Brennurnar eru misstórar, líkt sjá má á meðfylgjandi korti, en lögreglan minnir á að öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftir tendrun er bönnuð við brennur og í næsta nágrenni við þær. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys. Að síðustu vill lögreglan minna fólk, jafnt unga sem aldna, á að nota hlífðargleraugu, en mikilvægi þeirra verður seint ofmetið.