20. mars 2013
20. mars 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Andlát til rannsóknar
Karl á þrítugsaldri var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur. Stúlkan, sem var fimm mánaða gömul, var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann á sunnudagskvöld, en lést þar aðfaranótt mánudags. Bráðabirgðaniðurstaða réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila. Maðurinn, sem er í haldi lögreglu, er faðir stúlkunnar og í sambúð með móður hennar. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið.