26. janúar 2022
26. janúar 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Andlát
Karlmaður fannst látinn í sjónum norðan Sæbrautar, skammt frá Sólfarinu, um hálftvöleytið í dag. Leit hafði þá staðið yfir eftir að tilkynnt var um mannlausan bát, sem fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.