Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. desember 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Áminnt fyrir flugeldaskot

Lögreglunni á Suðurnesjum barst sl. föstudagskvöld tilkynning um að verið væri að skjóta upp flugeldum í Keflavík. Það stóð heima þegar mætt var á vettvang. Þeim sem að flugeldaskotunum stóðu var bent á að þetta væri ekki leyfilegt á þessum árstíma og var þeim veitt áminning, enda um brot á lögum að ræða. Urðu þeir mjög skömmustulegir og lofuðu að þetta kæmi ekki fyrir aftur.

Lögregla bendir á að almenn notkun á skoteldum er óheimil nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum.