Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. júlí 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Amfetamínsmygl – áframhaldandi gæsluvarðhald

Tvær konur, önnur um fertugt en hin rúmlega þrítug, hafa verið úrskurðaðar í áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Konurnar, sem báðar eru þýskir ríkisborgarar, voru handteknar við komu Norrænu til Seyðisfjarðar 17. júní en lögregla og tollgæsla fundu 20 lítra af amfetamínbasa í bíl þeirra. Sú eldri var úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júlí en sú yngri til 9. júlí. Báðar hyggjast kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Rannsókn málsins miðar annars ágætlega. Í tengslum við hana hafa verið framkvæmdar húsleitir í Þýskalandi í þessari viku og aðilar yfirheyrðir. Vegna þessa eru lögreglumenn frá embættinu staddir ytra. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Greint var frá málinu á blaðamannafundi í byrjun vikunnar og gefin út fréttatilkynning sem má nálgast hér.

20 lítrar af amfetamínbasa voru faldir í bifreið sem kom til landsins með Norrænu.