Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. maí 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ályktun Aðalfundar Blindrafélagsins 2024

Aðalfundur Blindrafélagsins 2024 hvetur stjórnvöld til að huga sérstaklega að þörfum blindra og sjónskertra einstaklinga í allri stefnumótun og allri þróun á nýjum lausnum innan upplýsingatækni og innleiðingu stafrænnar þjónustu.

Aðalfundur ítrekar einnig mikilvægi þess að viðhalda því aðgengi sem þó hefur áunnist og krefur stjórnvöld um að standa vörð um sjálfstæði og starfsemi Hljóðbókasafns Íslands, en safnið er gott dæmi um það hvernig hægt er að veita aðgengi að efni sem annars væri okkur lokuð bók.