Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. ágúst 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Alvarlegt vinnuslys í Garðabæ

Skömmu fyrir klukkan fjögur í dag barst lögreglu tilkynningu um slys í Garðabæ.

Viðbragðsaðilar héldu þegar á vettvang, en þar reyndist um að ræða mjög alvarlegt vinnuslys á byggingarsvæði í Urriðaholti.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.