Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. júní 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Alvarlegt umferðarslys í Súgandafirði

Á sjötta tímanum í morgun var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í botni Súgandafjarðar. Þar hafði bifreið hafnað utanvegar og ökumaður slasast mjög alvarlega. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur með sjúkraflugvél frá Ísafirði á Landspítala/háskólasjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lækna er maðurinn í lífshættu. Málið er í rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum.