27. mars 2015
27. mars 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur
Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi, vestan við Kirkjubæjarklaustur á tíunda tímanum í morgun. Tveir erlendir ferðamenn voru á ferð og virðist sem svo að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í slæmri færð með þeim afleiðingum að hann valt út fyrir veg. Annar aðilanna sem í bílnum voru var úrskurðaður látinn á vettvangi, en hinn er lítils háttar slasaður. Lögregla á Suðurlandi er að vinna á vettvangi og er rannsókn málsins á frumstigi.