28. desember 2012
28. desember 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Alvarlegt köfunarslys í Silfru
Rétt fyrir klukkan tvö í dag barst lögreglu á Selfossi tilkynning um alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum. Einn maður mun hafa misst meðvitund í gjánni. Á þessari stundu er ekki hægt að veita frekari upplýsinga um líðan kafarans né hvað gerðist. Lögregla, sjúkralið, björgunarsveitir eru á staðnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu.