24. apríl 2020
24. apríl 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Alvarleg líkamsárás í Kópavogi – gæsluvarðhald til 30. apríl
Karlmaður á fimmtugsaldri var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í 6 daga gæsluvarðhald, eða til 30. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mjög alvarlegri líkamsárás í Kópavogi seint í gærkvöld. Tveir aðrir karlar sem voru handteknir í tengslum við málið eru báðir lausir úr haldi lögreglu.