Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

15. nóvember 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Alþjóðlegur minningardagur

Sunnudagurinn 17. nóvember er alþjóðlegur minningardagur þar sem minnst er þeirra sem látist hafa í umferðinni. Vegna þessa verður haldin minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á sunnudaginn kl. 11. Stundarfjórðungi síðar, kl. 11.15, verður fórnarlamba umferðarslysa minnst með einnar mínútu þögn. Fólk er hvatt til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum og leiða um leið hugann að eigin ábyrgð í umferðinni.

1. nóvember árið 2013 höfðu 979 látist í umferðarslysum á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968.