22. nóvember 2014
22. nóvember 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Alþjóðlegur minningardagur
Sunnudaginn 16. nóvember var haldinn alþjóðlegur minningardagur þar sem minnst var þeirra sem látist hafa í umferðinni. Vegna þessa var haldin minningarathöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, en fórnarlamba umferðarslysa var minnst við athöfnina með einnar mínútu þögn.
1. nóvember árið 2014 höfðu 985 látist í umferðarslysum á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968.