Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. september 2024

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september

Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er 8. september. Til hamingju með daginn sjúkraþjálfarar!

sjukrathjalfun

Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í hreyfigreiningu, þjálfun og forvörnum og sinna allt frá rúmliggjandi skjólstæðingum til afreksíþróttamanna. Þau greina hreyfivanda og annan vanda sem aftrar fólki frá því að vera virkt og sjálfstætt, ásamt því að huga að huglægri, tilfinningalegri og félagslegri líðan skjólstæðinga sinna. Þau finna leiðir fyrir fólk til aukinnar þátttöku með meðferð, endurhæfingu, þjálfun og hvatningu. Þannig bæta þau lífi við árin, skjólstæðingum sínum og samfélaginu til framdráttar.

Við óskum sjúkraþjálfurum hjá HSN og á landinu öllu innilega til hamingju með daginn – takk fyrir ykkar ómetanlega starf.