15. apríl 2024
15. apríl 2024
Alþjóðlegur dagur lífeindafræðinga er í dag
Framkvæma um 350.000 rannsóknir á ári.
Í dag er alþjóðlegur dagur lífeindafræðinga. Við Sjúkrahúsið á Akureyri eru störf lífeindafræðinga fjölbreytt. Þeir vinna á rannsókn, í meinafræði og á lífeðlisfræðideild.
Á rannsóknarstofunum starfa:
26 lífeindafræðingar
2 líftæknar
3 sjúkraliðar
3 ritarar/skrifstofa
1 aðstoðarmaður
3 læknar
Rannsóknarstofurnar eru þrjár:
Meinafræði
Lífeðlisfræði
Rannsókn
Á rannsóknarstofunum eru gerðar yfir 2.500 mismunandi rannsóknir og er heildarfjöldi rannsókna 350.000 á ári.
Unnið er alla daga ársins, allan sólarhringinn.
Lífeindafræði er 4 ára háskólanám og er
sjúkdómafræði
efnafræði
eðlisfræði
og tækjafræði
stór hluti af daglegri vinnu.
Á rannsókn er eina útibúið frá Blóðbanka LSH þar sem gerðar eru sérhæfðar rannsóknir.
Árlega koma um 12.000 manns í blóðprufu á rannsókn fyrir utan inniliggjandi sjúklinga.
„Við lífeindafræðingar erum dálítið falin fagstétt þar sem við vinnum mest inn á lokuðum rannsóknastofum og mjög fáir vita hvað við gerum - fyrir utan að „taka blóðprufur og rannsaka kúk og piss“ eins og margir orða það. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið á alþjóðlega deginum okkar og sýna fólki hvað við vinnum fjölbreytt og mikilvæg störf.
Hér á SAk er t.d. fjölsviða rannsóknastofa þar sem fjögur fagsvið eru sameinuð undir einni deild, klínísk lífefnafræði, blóðmeinafræði, sýkla- og veirufræði og blóðbanki. Svo eru tvær minni rannsóknarstofur á SAk; meinafræði og lífeðlisfræði - það eru því mjög fjölbreytt verkefni sem lífeindafræðingar vinna hérna á SAk,“ segir Inga Stella Pétursdóttir, deildarstjóri á rannsóknadeild.
Hér má sjá myndband sem rannsóknadeildir gerðu í tilefni dagsins.
Við óskum öllum lífeindafræðingum til hamingju með daginn!