14. júní 2024
14. júní 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Alþjóðleg lögregluaðgerð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð þar sem hryðjuverkaáróður var stöðvaður. Á Íslandi voru teknir niður þrír vefþjónar þar sem slíkt efni var að finna. Um var að ræða samræmdar aðgerðir í fimm löndum með fulltingi Europol og Eurojust, en hinar þjóðirnar voru Spánn, Þýskaland, Holland og Bandaríkin.