Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. ágúst 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Alþjóðleg lögregluaðgerð

Fyrr í sumar tók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi þar áherslan var m.a. á mansalsmál þar sem börn voru annars vegar. Ráðist var í aðgerðirnar í júní og skiluðu þær töluverðum árangri og sýndu jafnframt fram á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu lögregluliða í þessum málaflokki sem öðrum. Hlutur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fólst einkum í auknu eftirliti þessu tengdu, en enginn var handtekinn hérlendis vegna aðgerðanna. Sjá nánar á heimasíðu Europol.

Heimasíða Europol