4. desember 2023
4. desember 2023
Alþjóðadagur fatlaðra
Alþjóðadagur fatlaðra var haldinn um allan heim í gær 3. desember. Fyrsti alþjóðadagurinn var haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum.
Deginum er ætlað að auka skilning á málefnum fatlaðra og vekja athygli á hve mikilvæg þátttaka fatlaðra er á öllum sviðum samfélagsins. Áhersla dagsins í ár er að sameinast um aðgerðir til að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir, með og af fötluðu fólki. Bent er m.a. á að hæpið sé að heimsmarkmiðin náist fyrir 2030 og huga þurfi sérstaklega að þörfum fatlaðra vegna þess sem oft verða hvað harðast úti þegar á móti blæs í samfélögum.
Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka voru veitt í gær í tilefni dagsins og var það Bíó Paradís sem fékk verðlaunin í ár, en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin.
Hlekkur á síðu Sameinuðu þjóðanna í tilefni alþjóðadags fatlaðra 2023.