Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. desember 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Almannavarnarnefndarfundur í Árnessýslu kl. 10:00

Vatnsrennsli í Hvítá við Fremstaver hefur minnkað mikið frá því í gær og er nú innan við 600 rúmmetrar á sekúndu sem er innan við helmingur þess rennslis sem var mest í gær. Við Brúarhlöð hefur vatnsborð lækkað um 2 metra á tímabilinu frá kl. 02:00 í nótt til 07:00 í morgun. Hinsvegar fer vatnsborð ennþá hækkandi neðar í sýslunni og við Snæfoksstaði hefur vatnsborð hækkað um 30 cm á sama tíma. Búast má við að vatnsborð í Ölfusá við Selfoss hækki enn og það vatnsmagn haldist fram á kvöld og jafnvel lengur.

Slökkvilið og björgunarsveitir ásamt starfsmönnum áhaldahúss eru í viðbragðsstöðu og björgunarsveitir eru á leið upp á Skeið að bjarga hrossum sem þar eru í vatni. Til þess eru notaðir tveir bátar.

Foreldrar eru hvattir til að gæta þess að börn fari sér ekki að voða á árbökkum.