20. desember 2011
20. desember 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Akið varlega
Lögreglan minnir fólk á að fara varlega í umferðinni, ekki síst ökumenn enda er hálka á vegum. Samhliða þessu er líka minnt á mikilvægi þess að hreinsa hrím og/eða snjó af bílrúðum og ljósum þegar svo ber undir. Sé það ekki gert setja hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni. Að síðustu skal það nefnt að ökutæki skulu búin til vetraraksturs enda gáleysi að aka um á slitnum sumardekkjum í desember. Þess eru þó því miður of mörg dæmi um.