Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. maí 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Akið varlega

Með hækkandi sól hefur talsvert borið á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu og því vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að þeir flýti sér hægt. Nú er mikið af nýjum vegfarendum í umferðinni, m.a. á reiðhjólum og bifhjólum, og því afar mikilvægt að sýna aðgæslu.

Í vikunni var tilkynnt um tvö bifhjólaslys þar sem betur fór en á horfðist, eftir því sem best er vitað. Varnaðarorðin hér að ofan eru ekki síst sett fram þess vegna enda mikilvægt að allir í umferðinni sýni tillitssemi því þá gengur allt betur og öruggar fyrir sig. Lögreglan hvetur jafnframt ökumenn til að nota stefnuljós en á því er enn mikill misbrestur. Sömuleiðis er ástæða til að ítreka þau tilmæli til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að þeir geri þar bragarbót á. Um 20 ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir þessar sakir undanfarna daga en sektin fyrir hvert dekk er 5 þúsund krónur.