18. mars 2024
18. mars 2024
Áhugasamir nemendur úr MA í heimsókn á SAk
Kynning á störfum innan SAk.
Mennta- og vísindadeild SAk tók á móti 36 nemendum í áfanganum Náms- og starfsval við Menntaskólann á Akureyri á miðvikudag í síðustu viku.
Nemendurnir voru mjög áhugasamir og fengu víðtæka kynningu á stöfum innan SAk:
Hjúkrunarfræði
Læknisfræði
Sjúkraþjálfun
Sálfræði
Ljósmóðurfræði
Lífeindafræði
Geislafræði
„Það er von okkar að þessi kynning hjálpi nemendum við að velja sér háskólanám og að við getum jafnvel fengið þau til liðs við okkur á SAk í framtíðinni,“ segir Hugrún Hjörleifsdóttir námsstjóri SAk sem hafði umsjón með heimsókninni.