19. desember 2019
19. desember 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Afskipti vegna veikinda
Á fjórða tímanum í dag barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í ójafnvægi í íbúð fjölbýlishúss í Hafnarfirði, en óttast var að maðurinn kynni að fara sér að voða. Viðkomandi var ósamvinnufús á vettvangi og nokkurn tíma tók að miðla málum áður en öryggi hans var tryggt. Maðurinn var síðan færður á sjúkrastofnun til frekari aðhlynningar. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið.