4. október 2023
4. október 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
Áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október
Kona um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til tveggja vikna, eða 18. október, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni í síðasta mánuði.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.