Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. febrúar 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Áframhaldandi gæsluvarðhald

Grænlenskur karlmaður á þrítugsaldri var í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til tveggja vikna á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða Birnu Brjánsdóttur. Maðurinn var handtekinn um borð í fiskiskipinu Polar Nanoq 18. janúar og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir.

Annar skipverji, sem einnig var handtekinn á sama tíma og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, er laus úr haldi lögreglu, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Ástæða þessa er að rannsókninni hefur miðað vel og telst hans hlutur nægilega upplýstur.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.